Leita í fréttum mbl.is

Sambíómótið um helgina - Dagskrá

Svona er dagskráin á Sambíómótinu um helgina.

Laugardagur 2. nóvember 2013

Kl. 8:00 – 10:00 Móttaka liða
Móttaka fer fram í anddyri Rimaskóla. Þar verður tekið við þátttökugjaldi félags og keppenda. Gjaldinu skal skilað í lokuðu umslagi, merktu félagi og fjölda þátttakenda. Einnig er hægt að millifæra heildar upphæð hvers liðs inn á reikning 114-26-9292, kt.670900-3120, kvittun þarf að berast til bokari@fjolnir.is með nafn og númer liðs í skýringu. Sýna þarf kvittun fyrir greiðslu við skráningu
Þeir keppendur sem gista þurfa að hafa með sér svefnpoka og dýnur til að sofa á en gist verður í Rimaskóla þar sem stofur verða merktar liðunum. Það er mjög mikilvægt að umgengni um skólann verði til fyrirmyndar og stofum skilað í því ástandi sem þær voru. Rétt er að benda á að krakkarnir taki með sér eitthvert nesti til að grípa í á laugardeginum.

Kl. 8:30 – 11:00 Leikir á mótinu spilaðir
Leikið verður á 6 völlum. Tveimur í Rimaskóla (spilað 4 á 4) og fjórum í Íþróttamiðstöðinni Grafarvogi Dalhúsum (spilað 5 á 5). Leikið verður 2*10 mínútur án þess að klukka sé stöðvuð. Mjög mikilvægt er að lið séu mætt að leikvelli vel fyrir ásettan tíma því ein klukka tekur tímann í hverju húsi. Eitt vítaskot er tekið ef dæmt er víti. Ekki er talið í leikjunum og því ætti leikgleðin að vera í fyrirrúmi.

Kl. 11:30 Bíóferð í Sambíóin Egilshöll
Allir fara á sama tíma í bíó og er Egilshöll í göngufæri frá Dalhúsum og Rimaskóla.

Kl. 13:30-18:00 Mótið heldur áfram

Kl. 17:30-19:30 Kvöldmatur
Kvöldmatur verður í mötuneyti Rimaskóla. Hann er innifalinn fyrir þátttakendur en aðrir geta keypt sér kvöldmat á kr. 500.

Kl. 19:45 – 22:00 Blysför á kvöldvöku
Farið verður í blysför frá Rimaskóla og gengið að Íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi þar sem kvöldvakan fer fram. Þar verður margt gert til skemmtunar, og bryddað upp á nýjungum 

Kl. 22:15 Kvöldkaffi og háttatími
Skúffukaka og mjólk fyrir svefninn í mötuneyti Rimaskóla

Sunnudagur 3. nóvember 2013

Kl. 7:30 – 9:30 Morgunmatur
Morgunmatur í mötuneyti Rimaskóla

Kl. 8:00 – 13:30 Leikir á mótinu halda áfram

Kl. 11:00 Pizzaveisla
Þegar liðin hafa lokið leik mæta þau í pizzaveislu á sínum keppnisstað

Kl. 11:30 – 14:30 Verðlaunaafhending
Verðlaunaafhending fer fram bæði í Dalhúsum og Rimaskóla. Þegar liðin hafa lokið leik og fengið pizzu eru verðlaun afhent á hvorum keppnisstað um sig.
 
Leikjaniðurröðun kemur um leið og ég hef fengið hana.
 
Kv Jón 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er mótsgjaldið ?

Magga (IP-tala skráð) 31.10.2013 kl. 14:05

2 identicon

búin að skoða klippurnar

Magga (IP-tala skráð) 31.10.2013 kl. 18:44

3 identicon

Fæ ég búning hjá þer Jón?

Sara Lind R (IP-tala skráð) 1.11.2013 kl. 21:16

4 identicon

Búin að skoða klippurnar í dag

Edda Rós (IP-tala skráð) 10.11.2013 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Þjálfari
Þjálfari
Jón Guðmundsson s. 690-9020 jong@its.is
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband