Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2013

Sambíómótið um helgina - Dagskrá

Svona er dagskráin á Sambíómótinu um helgina.

Laugardagur 2. nóvember 2013

Kl. 8:00 – 10:00 Móttaka liða
Móttaka fer fram í anddyri Rimaskóla. Þar verður tekið við þátttökugjaldi félags og keppenda. Gjaldinu skal skilað í lokuðu umslagi, merktu félagi og fjölda þátttakenda. Einnig er hægt að millifæra heildar upphæð hvers liðs inn á reikning 114-26-9292, kt.670900-3120, kvittun þarf að berast til bokari@fjolnir.is með nafn og númer liðs í skýringu. Sýna þarf kvittun fyrir greiðslu við skráningu
Þeir keppendur sem gista þurfa að hafa með sér svefnpoka og dýnur til að sofa á en gist verður í Rimaskóla þar sem stofur verða merktar liðunum. Það er mjög mikilvægt að umgengni um skólann verði til fyrirmyndar og stofum skilað í því ástandi sem þær voru. Rétt er að benda á að krakkarnir taki með sér eitthvert nesti til að grípa í á laugardeginum.

Kl. 8:30 – 11:00 Leikir á mótinu spilaðir
Leikið verður á 6 völlum. Tveimur í Rimaskóla (spilað 4 á 4) og fjórum í Íþróttamiðstöðinni Grafarvogi Dalhúsum (spilað 5 á 5). Leikið verður 2*10 mínútur án þess að klukka sé stöðvuð. Mjög mikilvægt er að lið séu mætt að leikvelli vel fyrir ásettan tíma því ein klukka tekur tímann í hverju húsi. Eitt vítaskot er tekið ef dæmt er víti. Ekki er talið í leikjunum og því ætti leikgleðin að vera í fyrirrúmi.

Kl. 11:30 Bíóferð í Sambíóin Egilshöll
Allir fara á sama tíma í bíó og er Egilshöll í göngufæri frá Dalhúsum og Rimaskóla.

Kl. 13:30-18:00 Mótið heldur áfram

Kl. 17:30-19:30 Kvöldmatur
Kvöldmatur verður í mötuneyti Rimaskóla. Hann er innifalinn fyrir þátttakendur en aðrir geta keypt sér kvöldmat á kr. 500.

Kl. 19:45 – 22:00 Blysför á kvöldvöku
Farið verður í blysför frá Rimaskóla og gengið að Íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi þar sem kvöldvakan fer fram. Þar verður margt gert til skemmtunar, og bryddað upp á nýjungum 

Kl. 22:15 Kvöldkaffi og háttatími
Skúffukaka og mjólk fyrir svefninn í mötuneyti Rimaskóla

Sunnudagur 3. nóvember 2013

Kl. 7:30 – 9:30 Morgunmatur
Morgunmatur í mötuneyti Rimaskóla

Kl. 8:00 – 13:30 Leikir á mótinu halda áfram

Kl. 11:00 Pizzaveisla
Þegar liðin hafa lokið leik mæta þau í pizzaveislu á sínum keppnisstað

Kl. 11:30 – 14:30 Verðlaunaafhending
Verðlaunaafhending fer fram bæði í Dalhúsum og Rimaskóla. Þegar liðin hafa lokið leik og fengið pizzu eru verðlaun afhent á hvorum keppnisstað um sig.
 
Leikjaniðurröðun kemur um leið og ég hef fengið hana.
 
Kv Jón 

Sambíómótið

Svona líta liðin út á Sambíómótinu
 
 
Keflavík 1  (Liðsstjóri - Halldóra mamma Ernu Dísar)
Edda 
Erna Dís
Margrét
Bergey
Guðrún Hanna

Keflavík 2  (Liðsstjóri – Helga mamma Eddu Rósar ?????) 
Sara K
Sara R
Edda Rós
Jenný
Tara

Keflavík 3  (Liðsstjóri - Lilja D Sæmundsdóttir mamma Evu)
Jane María
Eva María
Helga 
Sigrún
Camilla

Keflavík 4  (Liðsstjóri – pabbi / mamma ????????????)
Gígja
Elsa
Eygló
Ásthildur
Urður
Arna

Kv Jón 

Vídeoklippur

Hæhæ

Hvernig gengur að fara yfir allar klippurnar?

 

Þið verðið að muna að skoða þetta aftur og aftur og aftur og aftur

 

Við ætlum að geta gert þetta svona vel eins og gert á klippunum, ÞESS VEGNA VERÐUM VIÐ AÐ HORFA Á ÞETTA AFTUR OG AFTUR OG AFTUR OG AFTUR OG AFTUR OG AFTUR.


Vídeóklippur

Sælar stúlkur,

Nú skuluð þið vera duglegar að skoða þessar videoklippur (aftur og aftur og aftur) sem ég setti hérna á síðuna okkar. Þetta er í rauninni það sama og þið eruð að gera á æfingum og kannski örlítið meira, en hérna sjáið þið vel hvernig á að gera þetta, ef þið náið þessu verðum við í topp málum.

 Kv Jón  


Tilkynningar til ykkar í vetur stelpur

Sælar stúlkur,

Þið þurfið að fylgjast með þessari síðu í vetur til þess að vita hvað er í gangi hjá okkur hverju sinni.

Ef æfingatími breytist kemur það hérna inn.

Ef það er frí á æfingu kemur það hérna inn.

Ef við ætlum að hittast kemur það hérna inn.

Ef það er aukaæfing kemur það hérna inn.

Einnig mun ég setja sóknina okkar (4 staðir gefa og kötta) hérna inn. 

 

Gott að venja sig á að fara hingað inn á hverjum degi til þess að vita hvað er gangi.

 

Kv Jón 


Fyrsta fjölliðamót vetrarins (Grindavík & Garðabær)

Sælar stúlkur,

Þá er fyrstu keppnishelginni á íslandsmótinu lokið hjá okkur í ár

 Bæði liðin stóðu sig mjög vel og vann a-liðið 3 leiki nokkuð örugglega og töpuðu svo stórt á móti Grindavík sem eru komnar nokkrum skrefum lengri en við í þessum fræðum, en eins og ég sagði í upphafi var þetta eiginlega vitað, en við munum minnka þetta bil hægt og rólega og á endanum munum við veita þeim þá samkeppni sem þarf að vera til staðar og þá eiga jafnan möguleika á að vinna þær. Við þurfum að vera duglegar að æfa og ekki sleppa æfingum nema eitthvað mjög mikilvægt í sé í gangi.


B-liðið mættu grimmar til leiks í Garðabæ og unnu örugga sigra í öllum 4 leikjunum þar sem allar stelpurnar fengu að spila góðan slatta og stóðu þær sig allar mjög vel og unnu þennan c-riðil og munu því leik í b-riðli í næsta fjölliðamóti.

Mig langar að benda ykkur á (aftur) að leikmenn sem eru í a-liði þessa helgina gætu verið í b-liði í næsta fjölliðamóti, ef mér finnst vera tilefni til þess að breyta, já og öfugt. það er nefnilega þannig að það á engin fast sæti í liði þegar margir leikmenn eru að æfa.

 Kv. Jón 


Höfundur

Þjálfari
Þjálfari
Jón Guðmundsson s. 690-9020 jong@its.is
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband